Forsíða
Grænlandsferð
Sómajulla
Sómi 599 sport
Sómi 599 Fishing
Sómi 694
Sómi 695
Sómi 795
Sómi 865
Sómi 800
Sómi 870
Sómi 955
Sómi 960
Sómi 990
Sómi 1200
Sómi 1500
Um fyrirtækið
Þjónusta
Til sölu
Vörur
Myndir

Saga fyrirtækisins
 

 Saga Bátasmiðju Guðmundar

Bátasmiðja Guðmundar var stofnuð árið 1979 af Guðmundi Lárussyni skipasmið.

Guðmundur sem smíðaði sinn fyrsta bát árið 1959 hóf smíði á plastbátum árið 1977 og má þar segja að sú ákvörðun Guðmundar hafi lagt grunninn að Sómabátunum sem allir sjómenn þekkja í dag.

Árið 1979 var grundvöllurinn fyrir stofnun fyrirtækis utan um Sómabátana orðinn að veruleika, og stofnaði Guðmundur þá Bátasmiðju Guðmundar.

Upphaflega var byrjað í litlu húsnæði á Helluhrauni í Hafnarfirði og þar náðum við að smíða mest 30 báta á ári og 1986 var farið í 1000 m2 húsið sem við erum í á Eyrartröðinni og erum þar enn. Mest var framleitt 87 til 89 50 báta á ári. Eftir að hafa þróað og byggt Sóma í rúmlega 20 ár og smíðað tæplega 400 báta tók Óskar Guðmundsson sonur Guðmundar við Bátasmiðju Guðmundar árið 1999, og verður það að teljast til happs fyrir aðdáendur Sóma bátana því Óskar hefur starfað við Bátasmiðjuna óslitið síðan árið 1983 en áður hafði hann verið í smiðjunni með skóla og þekkti framleiðsluferlið á bátunum frá A til Ö.

Þess má geta að ástæða velgengi Sóma hlýtur að teljast sú að allt frá byrjun hafa Guðmundur og Óskar ásamt starfsmönnum Bátasmiðjunnar lagt sig fram við að prófa framleiðslu sína sjálfir.  Það er viðtekin venja í Bátasmiðjunni að hlutirnir geta litið vel út á teikniborðinu en ekkert jafnast á við áratuga reynslu þar sem menn þekkja aðstæðurnar af eigin raun.

Hjá Bátasmiðju Guðmundar starfa nú 15 starfsmenn, allt einvala lið með mikla reynslu bæði af sjómennsku sem og smíði báta, rafmagns, stálsmíði, álsmíði og að sjálfsögðu er þarna komin saman ein mesta reynsla á Íslandi á sviði smíði úr trefjaplasti, en allir Sóma bátar eru smíðaðir úr trefjaplasti og af árekstrarprófunum sem framkvæmdar voru af óháðum aðilum á Sóma bátnum Ásþóri á síðasta ári þá verður að segjast að styrkur Sóma er einstakur, en þarna er vitnað í þegar óprúttnir náungar stálu Ásþóri RE-395 úr Reykjavíkurhöfn og sigldu bátnum á miklum hraða (32 sjómílur) á hafnargarðinn í Reykjavíkurhöfn.  Stefnið á Ásþóri brotnaði en báturinn sökk ekki og var hífður úr sjónum og lagaður hjá Bátasmiðju Guðmundar. Skipt var um stefni og sést ekki að báturinn hafi lent í árekstri við hafnargarð.

Bátasmiðja Guðmundar framleiðir margar tegundir Sómabáta, má þar nefna:

Sómi 795,  Sómi 800, Sómi 870, Sómi 955, Sómi 960 og Sómi 1500. Er þarna um að ræða stærsta plastbát sem smíðaður hefur verið á Íslandi, báturinn er enn í smíðum og er mönnum velkomið að kíkja í heimsókn til að skoða gripinn. Þetta er 30 tonna bátur sem nær 30 sjómílna hraða og 25 sjómílum með fulla lest sem er 12 tonn um borð, báturinn er byggður með samlokuaðferð sem gerir hann léttari og sterkari. Einnig er auðvelt að breyta og þróa bátinn með þessar vinnsluaðferð.

Sómi 795 er nýjasta afurð Bátasmiðjunnar og var þessi 798 cm lengi bátur hannaður með dagakerfið í huga, 795 báturinn er 4,93 brúttótonn og getur minnst verið 3,5 brúttótonn í þeirri lengd en einnig býður Bátasmiðjan upp á styttri útgáfu af Sóma 795.  Þarna er loks kominn bátur sem er sniðinn inn í nýja dagakerfið og getur komið í staðinn fyrir gömlu trillurnar sem passa engan veginn inn í kerfi sem byggir á að veiða í 23 daga á ári en það sýnir sig að það er hægt að gera út á svona smábát í svona kerfi sem er sjálfsagt ekki hægt í neinum öðrum útgerðarflokki. 

Frá stofnun Bátasmiðju Guðmundar hafa rétt tæplega 400 Sómabátar litið dagsins ljós og eru þeir staðsettir á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og víðar.

Bátasmiðja Guðmundar flytur einnig inn bátaskeljar frá fyrirtæki í Færeyjum sem nefnist AWI, og setur Bátasmiðjan þessa báta saman hér á landi með utanborðsmótorum og nefnast þessir 570 cm löngu bátar Sómi-AWI 570.

Þarna eru einstaklega skemmtilegir skemmti og fiskibátar á ferðinni sem ekki eru skráningarskildir hjá Siglingastofnun og hafa allnokkrir Sómi-AWI 570 verið seldir.

Sómi hefur alltaf verið þekktur fyrir hraðskreiða báta, jafnt tóma sem lestaða, og hefur það verið keppikefli Bátasmiðjunnar að viðhalda þeirri frægð.

Margir líta til Sóma þegar talað er um svokallaða “hraðfiskibáta”, gamli sjarmörinn, trillukarlinn með húfuna og pípuna, plammandi á eikartrillunni sinni á miðin á 3 mílna hraða er að hverfa, kvótakerfi okkar íslendinga hefur lagt þennan trillukarl á hilluna og gert útgerðarmönnum á smábátum hér við land ljóst að hafa skal hraðar hendur við fiskeríið, nú dugir ekkert droll.

Sómabátarnir eru hraðskreiðustu fiskibátar á Íslandi og þessu til sönnunar tók Óskar Guðmundsson sig til í Mai árið 2001, hnykklaði vöðva og hestöfl og sló hraðamet á smábát frá Íslandi til Færeyja. Sjávarútvegssýning í Rúnavík í Færeyjum var áfangastaðurinn, og var lagt af stað á Sóma 960 bát 12 Mai ásamt Valdimar Long bátasmið og Grímseyingnum Sigurði Bjarnasyni og í stuttu máli tók ferðin aðeins 15 tíma, yfir hafið frá Vestmannaeyjum til Færeyja þrátt fyrir að vera með helmingi meira eldsneyti um borð en þurfti í þessa ferð var meðalhraðinn 25 mílur. Eftir sýninguna í Færeyjum var haldið af stað heim í vondu veðri og tók siglingin til Neskaupsstaðar rúma 14 tíma og var meðalhraðinn þar aðeins 14 sjómílur. Síðan var siglt norður fyrir land og endað í Grímsey og báturinn afhentur eiganda sem fyrir á 5 Sóma af mismunandi stærðum. Ca helmingur eyjaskeggja mætti á kæjann og þáðu veitingar og flugu þar margar skemmtilegar sögur eins og Grímseyingum er einum lagið að segja.

Nokkuð hefur borið á að aðrir bátaframleiðendur hafa reynt að slá þessu meti við en engum hefur tekist að sanna með óyggjandi hætti að þetta met sé slegið, og meðan svo er verður þetta met að teljast staðið hjá Sóma.

Bátasmiðja Guðmundar stundar einnig innflutning á utanborðsmótorum frá Ítalíu, Selva, en er þarna um að ræða gríðarlega öfluga mótora á einu lægsta verði sem þekkst hefur hér á landi. 

Einnig hefur Bátasmiðjan flutt inn litla björgunarbáta til notkunar í skemmtibátum á vötnum eða sjó. 

Það hefur lengi viljað brenna við að menn kaupi sér skemmtibáta til notkunar á vötnum hér við land en sleppa því að kaupa sér björgunarbát í fleyið, hugsa sjálfsagt sem svo, “það kemur ekkert fyrir mig”, en oft er hátt verð á björgunarbátum aðal ástæðan fyrir því að menn víla fyrir sér kaup á þeim og sá Bátasmiðjan þarna tækifæri á að bjóða ódýra en trausta báta til almennings. 

Bátasmiðja Guðmundar er staðsett að Eyrartröð 13 í Hafnarfirði og er síminn 565-1088.

Netfang: Somi@Somiboats.is

Kistumel 20 - 116 Reykjavik - Sími 560-7960 - sala@vikingbatar.is

Xodus ehf