Bátasmiðja Guðmundar hefur nú hafið framleiðslu á ótrúlega skemmtilegum bát sem hefur fengið nafnið Sómajulla.
Báturinn er 5,85 metra langur, 2,3 metra breiður og er byggður á skrokk annara Sómabáta sem hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt í íslenskum aðstæðum.
Fyrsti báturinn var afhentur um daginn og var settur við hann 40 hestafla Selva fjórgengismótor og fór hann í 26 sjómílur og er hreint út sagt alveg frábær bátur í sjó 4000 rpm snúningur er að gefa ca 17 mílur. Mótorinn er frá Bátalandi.
Þessi bátur hentar frábærlega öllum þeim sem eru að leita að léttum og meðfærilegum bát til skemmtisiglinga, skotveiða eða sjóstangaveiði, að ekki sé talað um siglingar á vötnum.
Hafið samband við Bátasmiðjuna til að fá nánari upplýsingar eða til að panta einn svona !!
ÞETTA ER GRÆJA SEM ALLIR VERÐA AÐ EIGA !!!!